Innihaldslýsing

1 bolli gróft haframjöl*
1 stórt grænt epli*
3 msk hlynsíróp frá Rapunzel*
¼ tsk vanillukorn*
1 tsk kanill*
½ tsk matarsódi
½ tsk lyftiduft*
3 msk hrein jógúrt*
2 egg*
1 msk bragðlaus kókosolía*
¼ tsk sjávarsalt
-----------------------------------
*lífræn hráefni
Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C blástur.
2.Afhýðið eplið og skerið í grófa bita. Takið ¼ bolla af höfrunum og setjið til hliðar. Setjið eplið ásamt restinni af innihaldsefnunum í blandara og vinnið þar til þetta er orðið að jöfnu deigi. Bætið þá restinni af höfrunum út í deigið og hrærið varlega saman við.
3.Setjið bökunarpappír í lítið form, ég notaði form sem er 20x20cm. Hellið deiginu í formið og stráið örlitlu af haframjöli yfir. Bakið í 25-30 mín.
4.Takið formið út og kælið í nokkrar mínútur. Takið þá kökuna úr forminu með því að taka upp bréfið og setjið á kæligrind. Skerið í 9 bita þegar kakan er orðin köld.

Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það má auka við eða draga úr sætumagni ef vill. Lífræna hlynsírópið frá Rapunzel er dásamlegt í bakstur og auðvitað alveg ljómandi gott með pönnukökum eða vöfflum. Það er einnig stórgott að setja nokkra dropa í kaffið en þessir bitar eru einmitt alveg sérlega góðir með rjúkandi heitum kaffibolla.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.