Innihaldslýsing

3 litlir pakkar Nairn's súkkulaðikex (4pk í einum kassa)
2 msk vegan smjör, mjög mjúkt eða nánast brætt
1 tsk hrásykur
2 dósir Oatly pamacken hafrarjómaostur
100g Oatly Tyrknesk jógúrt
100ml Oatly Visp hafrarjómi
3 msk hlynsíróp, ég notaði frá Rapunzel
1 tsk sítrónusafi
2 tsk vanilludropar
1/4 tsk vanillukorn (má sleppa en gerir dásamlegt bragð)
nokkur saltkorn
Fersk jarðarber eftir smekk
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu “ostaköku” blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að mylja kexið í matvinnsluvél, blandið vegan smjöri og hrásykri saman við
2.Þeytið saman í skál hafrarjómaostinn og tyrknesku jógúrtina ásamt sítrónusafa, hlynsírópi, vanillu og salti.
3.Þeytið rjómann í annarri skál þar til hann er stífþeyttur. Blandið rjómanum saman við ostakökublönduna með sleikju.
4.Skiptið helmingnum af kexmylsnunni í 4 lítil glös. Setjið þá ostakökublönduna ofan á að miðju glasi. Setjið restina af mylsnunni yfir og toppið með restinni af ostakökublöndunni. Geymið í kæli þar til þið ætlið að bera fram desertinn, skreytið með smá kexmylsnu og ferskum jarðarberjum.

Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu “ostaköku” blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.


 

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.