Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel.
Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég þá ásamt álegginu í grillaða samloku og það kom svo vel út að ég varð að prófa að setja þá á pítsu. Vá! Ég mæli svo mikið með þeim, bragðið er rétt og bráðna vel.
Ég prófaði einnig að grilla áleggið áður en ég setti það á pítsuna og það kom líka sérlega vel út, ég fékk nefnilega ábendingu um að áleggið bráðnaði með ostinum en með því að grilla það fyrst gerðist það ekki.
Fullkomin pítsa á örskammri stundu!
Uppskrift og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel og Vegan Deli á Íslandi
Leave a Reply