Innihaldslýsing

1 poki marengsduft frá Dr. Oetker
70ml vatn
Gulur og bleikur gel matarlitur frá Dr. Oetker
Kökuskraut og augu frá Dr. Oetker
Pappasogrör
Neon kökuskraut frá Dr. Oetker
Við erum nú öll í því að einfalda okkur lífið og sér í lagi þegar kemur að bakstri. Marengsbakstur getur vafist fyrir mörgum og við eigum það alveg til að mikla hann fyrir okkur. Og skal engan undra! Það er margt sem getur farið úrskeiðis og útkoman mis góð. Marengsgrunnurinn frá Dr. Oetker er bara...

Leiðbeiningar

1.Setjið duftið í skál ásamt vatni og þeytið rólega með handþeytara í 2-3 mínútur, aukið þá hraðann og þeytið þar til marengsinn er stífur. Hitið ofninn í 100°C blástur.
2.Takið frá smávegis af marengsinum og setjið í litla skál. Litið marengsinn í stóru skálinni gulan og í litlu bleikan. Setjið rör á bökunarplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír. Setjið gula marengsinn í sprautupoka með rósastút. Gerið eina stóra rós yfir rörið sem er þá búkurinn og sprautið topp þar fyrir ofan sem er hausinn. Skreytið ungana að vild og setjið augun á höfuðið. Setjið bleika marengsinn í sprautupoka með flatari stút og sprautið vængi ef vill. Ef þið viljið einfalda verkið enn frekar má alveg sleppa vængjunum og sprauta bara búkinn.
3.Setjið plöturnar inn í ofninn og bakið í 65 mín. Slökkvið á ofninum og leyfið páskaungunum að kólna með ofninum.

Við erum nú öll í því að einfalda okkur lífið og sér í lagi þegar kemur að bakstri. Marengsbakstur getur vafist fyrir mörgum og við eigum það alveg til að mikla hann fyrir okkur. Og skal engan undra! Það er margt sem getur farið úrskeiðis og útkoman mis góð. Marengsgrunnurinn frá Dr. Oetker er bara svarið við þessu! Honum er blandað í smá vatn, þeyttur með handþeytara og voilá! Ótrúlega lítið mál og ekki séns að klúðra því.

Hérna gerði ég ótrúlega sæta og litríka páskaunga. Ég litaði marengsinn, sprautaði honum á papparör og skreytti með kökuskrauti og ótrúlega skemmtilegum sykuraugum sem koma einnig frá Dr Oetker. Virkilega einfalt og skemmtilegt að bera fram fyrir krakkana um páskana.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við ÍSAM.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.