Innihaldslýsing

150g mjúkt smjör
300g sykur
225g hveiti
50g kakó
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
3 egg hrærð
250ml mjólk
Í gær hitti ég marga ótrúlega flotta krakka á smá matreiðslunámskeiði sem félagið Ljónshjarta stóð fyrir. Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólks sem misst hefur maka og börn þeirra....

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 175°C
2.Setjið smjörið og sykur í skál og þeytið mjög vel.
3.Setjið egg í skál og hrærið með gaffli.
4.Á meðan smjörið og sykurinn eru að þeytast, setjið eggin smám saman út í, þeytið vel á milli. Þegar eggin eru öll komin út í þeytið þá vel áfram þar til blandan lítur út eins og smjörkrem.
5.Sigtið hveiti, kakó, salt og matarsóda út í smjörblönduna og byrjið aðeins að hræra í með sleikju.
6.Setjið mjólk saman við og klárið að hræra saman deigið með sleikjunni.
7.Setjið bollakökuform á bökunarplötu eða í muffins bakka og fyllið þau til hálfs.
8.Bakið kökurnar í 15-20 mín. Fylgist vel með þeim en passið að ofna ekki ofninn fyrr en eftir 15 mín. Bökunartími fer eftir gerð ofna.

Í gær hitti ég marga ótrúlega flotta krakka á smá matreiðslunámskeiði sem félagið Ljónshjarta stóð fyrir. Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólks sem misst hefur maka og börn þeirra. Þau standa fyrir allskonar flottum viðburðum fyrir félagsmenn sína og hittumst við semsagt í gær og elduðum og bökuðum saman.

Þar sem ég er svona kökumegin í lífinu ákvað ég að kenna þeim að baka einfaldar súkkulaðibollakökur með smjörkremi. Krakkarnir voru ákaflega áhugasöm og dugleg og stóðu sig alveg frábærlega vel og komu kökurnar mjög vel út, og auðvitað smökkuðust þær mjög vel líka.

Þetta er uppskriftin frá námskeiðinu svo nú geta allir bakað sínar Ljónshjartakökur. Það má lita kremið í allskonar litum, setja það skraut sem mann langar í og svo má setja kremið ofan á með skeið, hníf eða sprauta því á, allt eftir getu og nennu.

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.