Innihaldslýsing

150 g rjómasúkkulaði
450 g OTA haframjöl
80 g kakó
400 g smjör, við stofuhita
40 g flórsykur
2 tsk vanillusykur
1 dl sterkt kaffi, kælt
Súkkulaðikrem:
200 g súkkulaði
2 dl rjómi
Toppað með:
Kókosmjöli og kurli
Kókoskúlurnar sem urðu að köku!

Leiðbeiningar

1.Látið kakó og haframjöl í matvinnsluvél og vinnið saman þar til haframjölið hefur fengið hveitilíka áferð.
2.Setjið í skál og látið því næst smjör, flórsykur, vanillusykur, kaffi og bráðið súkkulaði og blandið vel saman.
3.Blandið haframjölsblöndinni saman við og blandið.
4.Látið í 30x40 cm form með smjörpappír og þrýstið vel niður.
5.Kælið í ísskáp eða frysti á meðan þið gerið súkkulaðikremið.
6.Hitið rjóma og súkkulaði yfir vatnsbaði. Hrærið saman þar til myndast hefur súkkulaðikrem.
7.Hellið kreminu yfir kökuna og stráið kókosmjöli og kökuskrauti yfir.

Uppskrift aðlöguð frá Fredrikke Wærens

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.