Innihaldslýsing

6 Eggjahvítur
300 gr Sykur
750 ml Rjómi
2 Plötur Milka súkkulaði
Ber til skreytinga - ég notaði granat epli, jarðaber og bláber
Botnarnir í þessari köku geymast vel og því er í góðu lagi að baka þá 1 – 2 dögum áður en kakan er borin fram, en ég set hins vegar alltaf rjóma, ber og nammi á hana samdægurs. Í þetta skiptið notaði ég jarðaber, bláber, granatepli og Milka súkkulaði og það heppnaðist dásamlega vel. Ég...

Leiðbeiningar

1.Setjið eggjahvítur og sykur saman í hrærivélaskál og stífþeytið þannig að ef skálin er sett á hvolf hreyfist deygið ekki í henni
2.Takið þrjár bökunarplötur og þrjár arkir af bökunarpappír og leggið ofan á plöturnar
3.Notið eitthvað hringlaga sem skapalón til þess að teikna hringi á bökunarpappírinn, einn hring á hvern pappír. Sjálf nota ég alltaf botn úr smelluformi
4.Takið nú minna hringlaga skapalón, ég nota botn úr minna hringlaga smelluformi og teiknið hring eftir því inn í hringinn sem þið eruð nú þegar búin að teikna á bökunarpappírana
5.Gott er að skipta deiginu í þrjá jafn stóra skammta til að vera viss um að þið endið ekki með of lítið deyg í síðasta hringinn
6.Takið deygið með skeið og smyrjið inn í formið sem þið eruð búin að teikna, þ.e. við viljum hafa deigið á milli hringjanna tveggja sem þú ert búin að teikna á pappírana
7.Þegar þetta er komið er plötunum raðað inn í heitan ofn og bakað á 130 gráðum í 90 mínútur
8.Ástæðan fyrir því að ég baka hann svona lengi er sú að ef ég baka þá styttra finnst mér botnarnir falla aðeins saman þegar ég tek þá úr ofninum og þá verða þeir ekki eins fallegir
9.Botnarnir eru látnir kólna og síðan er hægt að setja á þá
10.Þegar ég gerði kökuna sem er á myndunum fyrir neðan notaði ég kökuskreytingar sprautupoka til þess að setja rjómann á en það má líka setja hann á með skeið og dreyfa jafnt úr
11.Neðst á kökudisinn er settur botn, þar ofaná er settur rjómi. Annar botn er þá settur ofan á rjómann og rjómi settur ofan á hann. Loks er þriðji botninn settur ofan á og rjóma sprautað ofan á hann
12.Þegar þessu er lokið er hægt að skreyta kökuna með öllu því mögulega sem þig langar til að hafa á henni


Botnarnir í þessari köku geymast vel og því er í góðu lagi að baka þá 1 – 2 dögum áður en kakan er borin fram, en ég set hins vegar alltaf rjóma, ber og nammi á hana samdægurs. Í þetta skiptið notaði ég jarðaber, bláber, granatepli og Milka súkkulaði og það heppnaðist dásamlega vel. Ég valdi að nota Milka súkkulaði því það er svo mjúkt og því í góðu lagi að skreyta kökuna með stórum bitum af því. Ef það er notað hart súkkulaði, líkt og suðusúkkulaði finnst mér bitarnir þurfa að vera mjög smáir.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.