Innihaldslýsing

Rúllutertubotn:
1/2 bolli sykur
4 stór egg við stofuhita
2 tsk vanilludropar
1/2 bolli + 1 msk hveiti
1/3 bolli kartöflumjöl
1/4 tsk lyftiduft
nokkur saltkorn
Jógúrtfrómas með ferskjum og ástaraldin:
4 stk matarlímsblöð
2 msk ferskur sítrónusafi
4 stk hálfar ferskjur úr dós
2 dósir Þykkt AB jógúrt með apríkósum frá Örnu
250ml rjómi frá Örnu
3/4 bolli flórsykur
1 1/2 - 2 ástaraldin, skorin í tvennt og innihald skafið úr
Þessi ákaflega fallega rúlluterta er í senn létt og dúnamjúk. Fersk fyllingin gefur henni suðrænt og framandi yfirbragð. Það skemmir svo ekki fyrir að mjólkurvörurnar sem notaðar eru í hana eru laktósafríar og fara því betur í marga maga. Færslan er unnin í samstarfi við Örnu Uppskrift og myndir eftir Völlu        ...

Leiðbeiningar

1.Botn:
2.Bakið í 10-12 mín þar til botninn er gylltur. Takið úr ofninum og setjið hreint viskastykki yfir svo botninn harðni ekki.
3.Þeytið egg og sykur þangað til létt og ljóst, notið þeytarann á hrærivélinni og þeytið á góðum hraða í nokkrar mínútur.
4.Setjið vanilludropa saman við og hrærið aðeins áfram.
5.Setjið þurrefni saman í skál og sigtið smám saman út í eggjablönduna, setjið aðeins um 1/4 af magninu í einu og hrærið varlega á milli með sleikju.
6.Setjið bökunarpappírsörk á ofnplötu og smyrjið deigið í ferhyrning á plötuna, deigið hylur alla plötuna ef þetta er standard stærð.
7.Fylling:
8.Stífþeytið rjómann og setjið jógúrtið svo saman við, þeytið í smástund saman.
9.Setjið matarlímið í kalt vatn og látið það mýkjast í um 5 mín. Bræðið það því næst við sítrónusafann, passið að hita það ekki of mikið, á að vera fingurvolt en alveg bráðið.
10.Saxið ferskjur í litla bita.
11.Setijð matarlím út í rjómablönduna og hrærið með sleikju, setjið ferskjur og ástaraldinkjötið út í rjómablönduna. Setjið aðeins inn í ísskáp til þess að blandan stífni aðeins áður en henni er smurt á botninn.
12.Botninn þarf að vera orðinn alveg kaldur þegar fyllingunni er smurt á, þetta er ríflegt magn og það mun ganga aðeins af. Skiljið smá rönd eftir öðru megin langsum svo það sé aðeins pláss til þess að rúlla upp. Rúllið botninum varlega upp þegar fyllingunni hefur verið smurt á og dustið yfir með flórsykri. Einnig gæti verið fallegt að setja ávexti eða blóm ofan á.

Þessi ákaflega fallega rúlluterta er í senn létt og dúnamjúk. Fersk fyllingin gefur henni suðrænt og framandi yfirbragð. Það skemmir svo ekki fyrir að mjólkurvörurnar sem notaðar eru í hana eru laktósafríar og fara því betur í marga maga.

Færslan er unnin í samstarfi við Örnu

Uppskrift og myndir eftir Völlu

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.