Innihaldslýsing

3/4 bolli lífrænt hlynsíróp frá Rapunzel
3/4 bolli þykki hlutinn af kókosmjólk sem sett hefur verið í kæli, ég notaði frá Rapunzel
6 msk Möndlu og kókossmjör með döðlum frá Rapunzel
1/4 tsk Bourbon vanilluduft frá Rapunzel
Kókosmjöl eftir þörfum, ég notaði frá Rapunzel
100g Kokosmilch súkkulaði frá Rapunzel -
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti...

Leiðbeiningar

1.Búið til karamellu samkvæmt leiðbeiningum og kælið
2.Blandið kókos út í karamelluna þar til blandan verður líkt og þykkt deig sem hægt væri að hnoða
3.Setjið bökunarpappír í form sem þolir frysti og smyrjið kókosblöndunni jafnt yfir
4.Bræðið súkkulaði og dreifið úr yfir botninn, skreytið með smá kókosmjöli, frystið og geymið í kæli

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.

Unnið í samstarfi við Rapunzel

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.