Carne Asada franskar sem slá í gegn
Carne Asada franskar sem slá í gegn

Innihaldslýsing

1 búnt kóríander
3 hvítlauksrif, pressuð
1 msk cumin
1 tsk sjávarsalt
1 tsk svartur pipar
80 ml ólífuolía
safi og börkur af 1 límónu
600-800 g nauta Rib-eye, frá Norðlenska
1 poki franskar
200 g mozzarellaostur
Meðlæti: Guagamole og sýrður rjómi
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Fjarlægið stilka af kóríander og saxið.
2.Bætið kóríander, hvítlauk, cumin, salti, pipar, ólífuolíu, safa og börk af límónu saman í skál og hrærið vel saman.
3.Setjið kjötið í marinerínguna og nuddið henni vel inní kjötið. Geymið í kæli í 1-4 klst.
4.Grillið kjötið í um 5 mínútur á hvorri hlið. Gott að nota kjöthitamæli.
5.Eldið franskar kartöflur í ofni.
6.Setjið franskar á disk og setjið ost yfir. Látið í örbylgjuofn í 30-60 sek eða aftur inn í ofninn þar til osturinn er bráðinn.
7.Skerið kjötið í litla bita og látið yfir franskarnar ásamt guagamole og sýrðum rjóma.

Norðlenska leggur mikinn metnað í framleiðsluna og vil tryggja að vörurnar standist væntingar neytenda.  Til að það megi verða er mikilvægt að hráefnið sé gott.  Uppistaðan í hráefni Norðlenska kemur frá íslenskum bændum enda er Norðlenska alfarið í eigu bænda.

Á síðu Norðlenska er hægt að nálgast upplýsingar um skemmtilegar uppskriftir þar sem lamba, nauta og grísakjöt er í forgrunni.   Á síðunni er einnig hægt að nálgast innihaldslýsingar og næringargildi á vörum okkar.  Á síðunni gott að vita er fróðleikur um kjöt og kjötvörur, algenga ónæmisvalda, merkingar matvæla og fleira. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norðlenska.

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Norðlenska.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.