Innihaldslýsing

700 ml vatn
1 teningur af grænmetiskraft
1 stór dós kókosmjólk
2 stórar dósir hakkaðir tómatar frá Hunts
4 hvítlauksrif
1/2 msk Olía - ég notaði chili olíu frá Filippo Berio
Salt og Pipar
3 dl pastaskrúfur
Þær vörur sem ég notaði í uppskriftina má finna hér á myndunum fyrir ofan, en það má að sjálfsögðu skipta þeim út fyrir aðrar. Ég bar súpuna fram með ristuðu baguette brauði, sýrðum rjóma og rifnum ost, en mér finst einnig gott að hafa basiliku með þegar ég á hana til. Þessi súpa er svo...

Leiðbeiningar

1.Hakkið tómatana úr dós með töfrasprota, matvinnsluvél eða blender
2.Setjið olíu og hvítlauk í pott og leyfið að malla þar til hitinn er kominn upp en passið að laukurinn brenni ekki
3.Þegar hitinn er kominn upp bætið þá við hökkuðum tómötum, vatni, grænmetis kraft og kókosmjólk
4.Setjið salt og pipar eftir smekk og leyfið að malla í 12 mínútur
5.Setjið pastaskrúfur út í og leyfið að malla í 8 - 10 mínútur í viðbót
6.Súpan má að sjálfsögðu malla lengur og verður bara betri með tímanum, en eftir þennan tíma er hún orðin fullelduð og má því bera hana fram

Þær vörur sem ég notaði í uppskriftina má finna hér á myndunum fyrir ofan, en það má að sjálfsögðu skipta þeim út fyrir aðrar.
Ég bar súpuna fram með ristuðu baguette brauði, sýrðum rjóma og rifnum ost, en mér finst einnig gott að hafa basiliku með þegar ég á hana til. Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.