Ofnbakaður ostur með döðlum, pekanhnetum og balsamikdressingu
Ofnbakaður ostur með döðlum, pekanhnetum og balsamikdressingu

Innihaldslýsing

1 brie ostur (eða ostur að eigin vali)
8-10 steinlausar döðlur, saxaðar
100 g pekanhnetur, saxaðar
10 fersk blöð salvía, söxuð
1 msk hunang
1 msk balsamik edik, t.d. frá Philippo Berio
Ofnbakaður brie með döðlum og pekanhnetum

Leiðbeiningar

1.Setjið ostinn í ofnfast mót og bakið í 200°c heitum ofni í 10-15 mínútur eða þar til hann er orðinn linur og farinn að leka aðeins.
2.Blandið döðlum, pekanhnetum, salvíu, hunangi og salvíu í skál og hrærið vel saman og hellið blöndunni yfir ostinn. Látið aftur inní ofn í 2-3 mínútur.
3.Berið fram með góðu kexi eða súrdeigsbrauði.

Ofnbakaður ostur er slær alltaf í gegn. Það þarf í rauninni ekkert að gera annað en að skella osti í ofninn og bera fram með sultu eða chutney og góðu brauði. Hér gerum við hinsvegar aðeins meira og toppum ostinn með döðlum og pekanhentum. Útkoman verður hreinn unaður!

Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.