Ofnbakaður þorskur með chorizosalsa og blómkálsmús
by Avistain 30 mínútna réttir, fiskur, Fljótlegt
Tilbúið
30 mínErfiðleiki
MiðlungsOfnbakaður þorskur
700 g þorskur
ólífuolía og sítrónusafi
sjávarsalt og pipar
Blandið sítrónusafa og ólífuolíu saman í skál og penslið fiskinn með blöndunni. Kryddið með smá salti og pipar. Leggið þorskinn í smurt eldfast mót. Eldið við 170°c í 15 mínútur. Þegar fiskurinn er fulleldaður setjið álpappír yfir og látið standa í 3 mínútur áður en borinn fram.
Blómkálsmúls
1-2 blómkál
2 dl kjúklinga- eða grænmetissoð
1-2 msk sýrður rjómi
1-2 msk smjör
sjávarsalt og pipar
1 hvítlauksrif
Skerið blómkálið niður í bita. Látið um 1 líter af vatni í pott ásamt soðinu. Látið suðu koma upp og látið malla í um 15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Sigtið vatnið frá blómkálinu og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél ásamt sýrðum rjóma, smjöri og hvítlauksrifi. Smakkið til með salti og pipar.
Chorizosalsa
3 msk ristaðar furuhnetur
1 dl ólífuolía
150 g chorizo, smátt skorin
1-2 skarlottlaukur, smátt saxaður
1/2 rautt chilí, saxað smátt
2-3 sólþurrkaðir tómatar
Skerið chorizo í litla teninga. Skerið skarlottlauk, hvítlauk, chilí og sólþurrkaða tómata. Látið olíu í pönnu og steikð chorizobitana í 1 mínútu. Bætið þá skarlottlauk, sólþurrkuðum tómötum, hvitlauk og chilí. Látið malla við meðalhita í nokkrar mínútur. Rétt áður en salsa er borin fram bætið þá furuhnetum og söxuðum kryddjurtum. Smakkið til með sítrónusafa.
Leave a Reply