Þegar krakkarnir eru komnir í sumarfrí er mikilvægt að hafa ágætis fjölbreytni í matarræði og snarli. Þeytingar eru frábær leið til þess að koma góðri næringu í líkamann ekki bara fyrir börnin heldur okkur fullorðna fólkið líka. Þessi er meinhollur og virkilega bragðgóður.
Í hann notaði ég nýjan drykk frá Rude Health án mjólkur. Hann er búin til úr 6% lífrænum afrikönskum tíger nuts, vatni, lífrænum hrísgrjónum og dassi af sjávarsalti. Tiger nuts vaxa neðanjarðar og nafnið á drykknum á rætur að rekja til þess að það eru strípur á yfirboði hnetanna sem minna á tígur. Óhætt er að drekka Tiger Nut Drink fyrir þá sem eru með hnetuofnæmi. Hann er einnig glútenlaus.
Svo eru það hafrarnir en núna nota ég mjög mikið hafrana frá Rude Health. Þessir lífrænu hafrar hafa verið spíraðir sem þýðir að þeir eru vaktir til lífsins sem losar lífsnauðsynleg næringarefni, sem gerir þá mun auðveldari til að melta. Þetta þýðir einnig að bragðið er dýpra og rjómakenndara. Vörurnar fást hér.
Ég mæli með því að þið prufið að fá ykkur þennan drykk á hverjum degi í nokkra daga og finnið jákvæð áhrif hans. Hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði.
Færsla unnin í samstarfi við Einstök matvara.
Leave a Reply