Ómótstæðileg súkkulaðikaka með einungis tveimur hráefnum
Ómótstæðileg súkkulaðikaka með einungis tveimur hráefnum

Innihaldslýsing

3 egg
180 g suðusúkkulaði*
Kakan er látin kólna lítillega eftir að hún kemur úr ofni. Sigtum flórsykri yfir kökuna og berum fram með rjóma og jarðaberjum

Leiðbeiningar

1.Aðskiljið eggjahvítur og eggjarauður í sitthvora skálina.
2.Stífþeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar þéttar í sér 5-10 mín.
3.Á meðan bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Kælið lítillega.
4.Bætið eggjarauðunum saman við súkkulaðið og hrærið saman.
5.Setjið blönduna smátt og smátt saman við eggjahvíturnar og blandið varlega saman með sleif.
6.Látið smjörpappír í 15cm form og hellið deiginu þar í.
7.Setjið í 170°c heitan ofn í 30 mínútur.  Takið úr ofni og kælið.
8.Stráið flórsykri yfir kökuna og berið fram með rjóma.

Hver elskar ekki franskar súkkulaðikökur? En frönsk súkkulaðikaka sem inniheldur einungis tvö hráefni. Er það að selja?

Þessa köku hefur móðir mín bakað í nokkur ár og alltaf verið að hvetja mig til að gera slíkt hið sama. Einhverra hluta vegna hefur það dregist. Kannski einfaldlega vegna þeirrar staðreyndar að kakan inniheldur aðeins tvö hráefni og það er enginn að fara að segja mér að hún slái hinum súkkulaðikökunum við.

En bíðið hæg – í dag var þessi bökuð. Undirbúningurinn tók nokkrar mínútur og hráefnin jú, súkkulaði og egg. Niðurstaðan var töfrum líkast. Nei ha? Hvernig..hví..hvursu?

Ekki get ég útskýrt þetta en þessi kaka er algjör snilld!

Ef þið viljið hafa kökuna án sykurs þá hafið þið að sjálfsögðu sykurlaust súkkulaði. Ég notaði suðusúkkulaði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.