Orkubombur með döðlum, chia og kakónibbum
Orkubombur með döðlum, chia og kakónibbum
Orkubombur með döðlum, chia og kakónibbum

Innihaldslýsing

30 g möndlur, t.d. frá Himneskri hollustu
1 msk chia fræ
1 msk sólblómafræ
8-10 steinlausar mjúkar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
5 þurrkaðar apríkósur
2 msk kakónibbur, t.d. frá Himneskri hollustu
1/2 msk graskersfræ
1/2 tsp kanill
klípa sjávarsalt
Hver uppskrift gerir um 8 stykki en ég mæli svo sannarlega með því að þið amk. tvöfaldið hana.

Leiðbeiningar

1.Setjið möndlur og döðlur í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til blandan er orðin deigkennd.
2.Takið úr matvinnsluvélinni og bætið hinum hráefnunum saman við.
3.Mótið í litlar kúlur og geymið í loftþéttum umbúðum í kæli eða frysti.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu.

Himnesk Hollusta er 100% lífræn matvara með einstök bragðgæði.
Vörulínan er fjölbreytt og inniheldur meðal annars hafra, múslí, pasta, olíur, þurrkaða ávexti, hnetur, fræ og krydd.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.