Innihaldslýsing

3 msk olía
1/2 laukur
3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 pakki risarækjur frá Sælkerafiski
2 egg
1 bolli baunaspírur
límónur
1/4 bolli salthnetur
Sósa:
1 1/2 msk tamarind mauk (eða tómatsósa)
3 msk púðursykur
2 msk Blue dragon fiskisósa (fish sauce)
1 1/2 msk Blue dragon ostrusósa
Annað:
125 g hrísgrjónanúðlur
chilíflögur
Fyrir 2

Leiðbeiningar

1.Sjóðið núðlur skv. leiðbeiningu á pakkningu. Takið úr potti og setjið í sigti. Kælið með köldu vatni.
2.Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í skál.
3.Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk í 30 sek.
4.Bætið risarækjum út á pönnuna og steikið í um 1 mínútur.
5.Ýtið öllu af pönnunni til hliðar og látið eggin út á pönnuna. Hrærið stöðugt í þeim meðan þau eldast.
6.Blandið þá öllu á pönnunni saman og bætið baunaspírum, núðlum og sósu.
7.Blandið vel saman 1 mínútu.
8.Látið vorlauk og helming af smátt söxuðum salthnetum saman við allt. Veltið öllu saman og takið af hitanum.
9.Látið á disk og stráið salthnetum yfir og berið fram með límónusneiðum.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.