Innihaldslýsing

3 stór egg
100g sykur
60g hveiti
2 msk kartöflumjöl
1 msk kakó
2 tsk kanill
1 tsk negull
1/2 tsk matarsódi
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru...

Leiðbeiningar

1.Setjið egg og sykur saman í hrærivélaskál og þeytið í alveg 10 mín. Freistist ekki til að stytta tímann, það er mikilvægt að þessi blanda þeytist mjög vel.
2.Hitið ofninn í 230° blástur
3.Setjið þurrefni saman í skál og sigtið 1/3 út í eggjablönduna og blandið varlega saman við með sleikju, setjið 1/3 í viðbót saman við þeytinguna og blandið varlega saman. Klárið að sigta þurrefnin saman við og blandið varlega saman við.
4.Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og smyrjið deiginu á plötuna með sleikju eða pönnukökuspaða.
5.Bakið í miðjum ofni í 6 mín. Fylgist vel með þar sem ofnar eru misjafnir.
6.Takið botninn út og kælið alveg áður en kremið er sett á. Gott er að setja hreint viskastykki yfir botninn á meðan hann kólnar svo hann harðni ekki um of.
7.Smyrjið kreminu á botninn og rúllið kökunni varlega upp. Snyrtið kantana ef vill og dustið flórsykri yfir.

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru fljótar að kólna svo það er hægt að fullklára þær á stuttum tíma. Þessi er tilbrigði við lagtertuna góðu en hún er léttari í sér og með rjómakremi í stað smjörkrems. Ég nota hér laktósafría rjómann frá Örnu sem er kominn í svo fallegar jólaumbúðir. Þessi dásamlega terta er svo góð og falleg. Ég mæli með að prófa þessa á aðventunni og bjóða fram með góðu kaffi.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.