Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja...
Archives: <span>Recipes</span>
Tandorri lambasalat
Þetta lambasalat er dásamlega litríkt, hollt og bragðgott og gefur góða næringu og kraft til að takast á við allt það sem hugurinn girnist. Það er gaman að nota lambakjötið í meira mæli og hér læt ég það liggja örstutt í jógúrtsósu sem gerir það svo mjúkt að það hreinlega bráðnar í munni. Salatið er...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Drykkurinn sem gefur lífinu lit
Uppskriftin af þessari orkubombu birtist í Heilsublaði Morgunblaðsins fyrir skömmu. Ég hef bragðað marga drykkina en þessi stendur klárlega uppúr og það er ósjaldan sem ég byrja daginn á þessari snilld. Drykkurinn er stútfullur af góðri næringu og inniheldur m.a. bláber, kókosvatn, banana, engifer, lime, kókosflögur og hnetur og hjálpa ykkur við að fara vel inn...
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Nautaborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa
Frábærir fetaostafylltir nautaborgarar með grænmetissalsa sem einfaldir eru í gerð og leika við bragðlaukana. Hamborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa 450 g nautahakk 1 hvítlauksrif ½ tsk paprikukrydd 1 tsk allrahandakrydd (allspice) ½ tsk cumin (ath ekki kúmen) 4 msk fersk steinselja, söxuð börkur af einni sítrónu, fínrifinn 125 g fetaostur, mulinn salt og pipar...
10 “hittarar” ársins
Það er gaman að sjá hversu hratt og örugglega GulurRauðurGrænn&salt hefur vaxið og dafnað á því tæpa 2 og hálfa ári sem þessi matarvefur hefur verið til. Spennandi hlutir eru framundan sem koma í ljós þegar líður á árið en aðallega höldum við áfram að birta litríkar, ljúffengar og fljótlegar uppskriftir sem eru einfaldar í...
Marbella kjúklingaréttur
Þennan dásamlega kjúklingarétt eldaði ég fyrst fyrir um það bil 10 árum síðan og hefur alveg síðan þá ávallt staðið fyrir sínu. Réttinn er ekki aðeins sérstaklega einfalt og fljótlegt að gera en að auki bragðast hann eins og þið hafið staðið sveitt í eldhúsinu í langan tíma. Marbella kjúklingaréttur Fyrir 4-6 ca 1 kg...
Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar
Hún Ebba Guðný er landsmönnum vel þekkt enda hefur hún í mörg ár glatt okkur með hollum og girnilegum uppskriftum, heillað okkur með skemmtilegri og notalegri framkomu í sjónvarpi með matreiðsluþættina Eldað með Ebbu ásamt því að hafa gefið út nokkrar matreiðslubækur. Hún Ebba gerði þennan girnilega hátíðar karmelluís á dögunum og fannst ekkert sjálfsagðara...
Jólapavlova
Að þessu sinni er gestabloggarinn okkar matgæðingurinn og bakstursnillingurinn hún Anna Rut Ingvadóttir en hún er þekkt fyrir að vera sérstaklega sniðug í eldhúsinu og ekki síst þegar kemur að girnilegum kökum. Anna Rut býr yfir mikilli reynslu enda var hún heimilifræðikennari í Ártúnsskóla en er nú í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún gefur okkur hér...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Ómótstæðilegar smákökur með lakkrísmarsipani
Um helgina var ég stödd í verslun EPAL þar sem ég var að kynna bókina Fljótlegir réttir fyrir sælkera ásamt því að gefa viðskiptavinum EPAL að bragða á smákökum sem ég hafði gert úr lakkrísmarsipani frá frá Johan Bülow . Það er skemmst frá því að segja að smákökurnar slógu í gegn og ég veit að margir...
Humarsalat með cous cous og graskersfræjum
Ahhh hvað aðventan er tími til að njóta lífsins í mat og drykk í góðum félagsskap. Góður matur þarf hvorki að vera óhollur né fitandi, þó það sé i góðu lagi einstaka sinnum líka, en að mínu mati er langbest ef að maturinn er litríkur og gefur manni góða næringu. Þetta salat er það sem...
Panna cotta með hvítu súkkulaði
Panna cotta er réttur sem slær alltaf í gegn. Hann er hinsvegar einnig réttur sem fáir hafa eldað og þar held ég að matarlímsblöðin komi við sögu. Það er eitthvað við matarlímsblöð sem fælir fólk frá og líklegast er það sú hugmynd fólks að þá hljóti rétturinn að vera flókinn. En því er sko öðru...
Snickerskaka
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Marta María en hún gaf nýverið út sína fyrstu matreiðslubók sem ber nafnið MMM. Í henni má finna á annað hundrað heilsusamlegar sælkerauppskriftir (og örfáar sem eru ekki alveg eins hollar en ekki síður æðislegar) að morgunverðarréttum, drykkjum, nesti í skólann og vinnuna, kvöldmat handa fjölskyldunni og veitingum í vinaboðin....
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...
Snickers smákökur
Eru þið tilbúin í einar rosalegustu smákökur sem þið hafið bragðað? Þessar slá öllum öðrum út með karmellu, súkkulaði og hnetukurli og gætu hreinlega ekki verið einfaldari. Njótið vel! Snickers smákökur 100 g snickers, saxað 150 g súkkulaði, saxað (gott að nota suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði til helminga) 150 g púðursykur 80 g...
Indverskur kjúklingaréttur á 15 mínútum
Helgarrétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem fær viðstadda til að stynja. Borinn fram með hrísgrjónum og fljótlegu naan brauði ásamt góðu víni og þið eruð komin með veislu án nokkurrar fyrirhafnar. Uppskriftina að fljótlega naan brauðinu góða mér finna hér. Njótið helgarinnar vel. Indverskur kasjúhnetukjúklingur 1 rauðlaukur 8-10 hvítlauksrif, söxuð...

















