Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn! Þristatoppar 4 stk eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt Þeytið eggjahvítur...
Archives: <span>Recipes</span>
Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu
Grískur, fallegur, litríkur og ljúffengur er óhætt að nota sem lýsingu á þessum rétti sem tilvalið er að elda um helgina. Kjúklingabringur fylltar á grískan máta er ofureinfalt að gera og lætur viðstadda stynja af ánægju. Ekki skemmir svo fyrir að þessi skemmtilegi kjúklingaréttur er einnig meinhollur. Njótið vel! Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu 1 krukka...
Fræhrökkbrauðið góða
Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku! Fræhrökkbrauð ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ 3/4 dl hörfræ ½ dl graskersfræ ½ tsk salt 1 dl maizenamjöl ½ dl matarolía 1 ½ dl sjóðandi vatn...
Pekanhnetu góðgæti
Það er eitthvað við þennan árstíma sem fær mig til að langa að nota pekanhnetur í alla eldamennsku og bakstur. Ætli ég sé ekki undir Bandarískum áhrifum þar enda þakkagjörðahátíðin ekki langt undan og pekanhnetur mikið notaðar í kringum þann mat hvort sem það er í fyllingu, í sósur eða kökurnar. Aldrei skulu þessir ofurljúfu pekanhnetubitar...
Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu
Ef ég þarf að velja kvöldmat sem smellpassar fyrir alla aldurshópa og vekur lukku hjá öllum, er það þessi sem kemur oftast upp í hugann. Ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem fellur ekki kylliflöt fyrir þessum frábæra súrsæta kjúklingarétti. Hann er klárlega á topptíu lista GulurRauðurGrænn&salt ef ekki toppfimm..svei mér þá! Súrsætur kjúklingaréttur...
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
Pizza bianca með heimagerðri hvítlauksolíu, klettasalati og parmaskinku
Gestabloggarinn að þessu sinni er hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti matarblogginu Læknirinn í eldhúsinu en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Læknirinn í eldhúsinu og inniheldur nýjar og freistandi uppskriftir. Alls 500 blaðsíður af nautn og rjóma. Kjöti og safa. Sósum og unaði. Kryddum og kitlandi sælu. Ostum, lundum, hvítlauk...
Ofureinfaldur kjúklingaréttur með sveppum og þistilhjörtum
Kjúklingaréttur með þistilhjörtum Þegar maður kemst á bragðið með að borða þistilhjörtu er erfitt að hætta. Fersk eru þau einhver allra fyrirhafnarmesti matur sem finnst – og í þokkabót grátlega lítið ætt af hverju og einu. En bragðið heldur manni við efnið. Marineruð í olíu í krukku eru þau aðeins auðveldari viðfangs. Og ekkert síðri....
Crostata með bláberjum
Crostata kemur upprunarlega frá Ítalíu og er baka eða deig sem er fyllt með ýmsu góðgæti. Hér er fyllingin með bláberjum og rjómaosti en bláberjunum en má auðveldlega skipta út fyrir önnur ber eða ávexti. Þessi er bæði einföld og fljótleg í gerð og hreinn unaður að borða með vanilluís og/eða rjóma. Borðbúnaður Indiska...
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Nýbakað brauð á 30 mínútum
Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Ostafyllt eggaldin
Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi. Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt...
Piccata kjúklingur
Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að...
Himneskar bollarkökur með vanillu og sykurpúðakremi
Ég ákvað að taka þetta afmælisdæmi alla leið. Kannski spilaði það inn í að mig langaði í köku, mögulega, en mér tókst að minnsta kosti auðveldlega að sannfæra mig um að það væri ekkert afmæli án köku og gerði því þessar einföldu, æðislegu og ómótstæðilegu bollakökur. Þær eru svo bragðgóðar að ég get ekki hætt...
10 góð ráð fyrir verðandi bloggara og aðra í leit að innblæstri!
Í dag, 19. september 2013, er eitt ár síðan ég byrjaði með vefsíðuna mína GulurRauðurGrænn&salt. Ég horfi stolt til baka og er ánægð með að hafa kýlt á þetta á sínum tíma. Í dag hef ég náð þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þetta fyrsta ár. Nú taka ný markmið við. Ég hef...
Gestabloggarinn Berglind Sigmars
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Berglind Sigmars sem gaf nýverið út bókina Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar. Berglind er fjögurra barna móðir og mikil áhugamanneskja um heilsu og matargerð. Hún hefur mikla reynslu af því að elda hollan mat og aðlaga uppáhaldsrétti barnanna að hollara og næringarríkara mataræði. Í þessari einstöku bók hefur hún notið aðstoðar eiginmanns...
Ísréttur með hindberjum og karmellusósu
Ég hef sagt það áður og segi það aftur ég ELSKA rétti sem maður getur galdrað fram á núll einni og bragðast dásamlega. Hér er einn slíkur….já og enn eitt uppáhaldið. Það má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt. Frábær ísréttur í matarboðið eða kósýkvöld fjölskyldunnar. Ísréttur með hindberjum og karmellusósu 1...
Smoothie með mangó og kókosmjólk
Mér þykir fátt betra en að byrja daginn á góðum smoothie drykk. Það er einfaldur morgunverður, léttur í maga og eitthvað svo þægilegt við það að drekka ávexti og grænmeti. Í þessari uppskrift höfum við þrjú af mínum uppáhalds hráefnum en það eru mangó, kókosmjólk og mynta. Drykkurinn minnir óneitanlega á Mangó Lassa sem er...

















