Þessi færsla er unnin í samstarfi við Stonewall Kitchen
3 eggjahvítur | |
170 g sykur | |
1 tsk edik | |
1 krukka Salted caramel frá Stonewall Kitchen |
Gerir um 6-8 stk
1. | Hrærið eggjahvíturnar á hæsta styrk í nokkrar mínútur. |
2. | Bætið sykri smátt og smátt saman við og hrærið áfram í 5-10 mínútur eða þar til blandan er orðin þykk og glansandi. Bætið ediki saman við. |
3. | Setjið smjörpappír á ofnplötu og látið kúfaða matskeið af blöndunni á plötuna. Setjið 1 tsk af saltaðri karamellu á hverja pavlovu og notið gaffal til að blanda lítillega saman við marengsinn. |
4. | Látið í 100°c heitan ofn í um 1 ½ klst. Slökkvið á ofninum en hafið þær áfram í ofninum í um 30 mínútur. |
5. | Takið úr ofninum og kælið.Setjið þeyttan rjóma og ber á hverja pavlovu og karamellu yfir allt. |
Leave a Reply