Fyrir jól voru ég og Örn Andrésson matreiðslumeistari og landsliðskokkur fengin til leika listir sínar saman í eldhúsinu og töfra fram þriggja rétta hátíðarkvöldverð í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut. Þessi dásamlega pavlova var mitt framlag.
Piparmyntu pavlova með hvítum súkkulaðirjóma
Botnar (3 stykki í þremur stærðum)
150 g eggjahvítur, geymdar við stofuhita
300 g flórsykur
1 tsk. piparmyntudropar
Setjið eggjahvíturnar í hreina og þurra hrærivélaskál. Hrærið á hæstu stillingu í 3-4 mínútur. Bætið flórsykri saman við smátt og smátt og hrærið áfram. Þegar allur flórsykurinn er kominn saman við hrærið í 5 mínútur til viðbótar. Bætið piparmyntudropunum saman og á lægstu stillinguna. Hrærið í 30 sekúndur til viðbótar. Setjið smjörpappír á ofnplötur og gerið botnana þrjá. Setjið þrjár stórar skeiðar af marengsum fyrir neðsta botninn, tvær skeiðar fyrir miðju botninn og eina fyrir þá efstu. Deilið afganginum á milli og mótið marengsinn með sleikju. Látið inn í 100°C heitan ofn í 1 klukkustund og 30 mínútur. Opnið ekki ofninn á meðan marengsinn er að bakast. Þegar tíminn er liðinn slökkvið á ofninum og látið marengsinn vera í ofninum þar til ofninn er orðinn kaldur. Þetta er gott að gera kvöldinu áður.
Hvít súkkulaðimús
500 ml rjómi
300 g hvítir súkkulaðidropar
Setjið súkkulaðidropana í skál. Hitið rjómann að suðu í potti við vægan hita en látið ekki sjóða. Hellið yfir súkkulaðið og látið standa í 5-10 mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið vel saman, setjið filmu yfir skálina og látið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klst eða yfir nótt. Takið þá úr kæli og þeytið í hrærivél á hæðstu stillingu þar til rjóminn er þeyttur.
Skraut og samsetning
1 poki bismark brjóstsykur
50 g suðusúkkulaði
fersk ber
Setjið stærsta botninn á kökudisk. Látið súkkulaðirjóma þar yfir. Endurtakið með hina botnana. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið lítilega. Skreytið með muldum brjóstsykri, berjum, súkkulaðisósu. Svo er voðalega flott að sigta flórsykur yfir kökuna.
Fyrir jól voru ég og Örn Andrésson matreiðslumeistari og landsliðskokkur fengin til leika listir sínar saman í eldhúsinu og töfra fram þriggja rétta hátíðarkvöldverð í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut. Þessi dásamlega pavlova var mitt framlag.
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply