Það er líka mjög gott að setja festaost yfir kartöflurnar.

| 300 g brauðhveiti | |
| 1 1/2 tsk þurrger | |
| 1 tsk salt | |
| 1 tsk sykur | |
| 1 1/2 msk ólífuolía | |
| 200 ml vatn, volgt |
Gerir 2 pizzur.
| 1. | Setjið gerið saman við vatnið, ásamt sykri og látið standa í smá stund. Blandið öllum hráefnunum fyrir pizzadeigið saman og hnoðið vel. |
| 2. | Setjið deigið í olíuborna skál og látið hefast í um klukkustund. |
| 3. | Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og setjið laukinn út á pönnuna ásamt sykri og smá salti. Hafið vægan hita á hellunni og hrærið reglulega í lauknum í um 20 mínútur. |
| 4. | Skerið kartöflurnar í þunnar skífur og setjið í pott með sjóðandi vatni í 5 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast. |
| 5. | Þerrið kartöflurnar og blandið þeim saman við olíu, rósmarín og salti og pipar. |
| 6. | Skiptið pizzadeiginu í tvennt og fletjið út. Setjið botninn á smjörpappír og stráið lauknum yfir botnana. Þá næst mozzarella osti og að lokum kartöflunum. Endið á parmesaosti. |
| 7. | Bakið í 220°c heitum ofni í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur fengið gylltan lit. |
Leave a Reply