

| 2 pakkar forsoðnar rauðrófur | |
| 1/2 - 1 krukka (230 g) salatostur frá Örnu | |
| 1/2 rauðlaukur eða 2 skarlottlaukar | |
| 180 ml hvítvínsedik | |
| 1/3 búnt fersk mynta | |
| 60 ml ólífuolía | |
| 1 1/2 tsk sykur | |
| safi úr 1/2 sítrónu | |
| salt og pipar |
Fyrir 4-6
| 1. | Skerið rauðrófurnar niður í þunnar sneiðar. Ég mæli með að nota ostaskerara. Raðið þeim á disk. |
| 2. | Kreistið sítrónusafa yfir þær og kryddið með salti og pipar. |
| 3. | Stráið smátt söxuðum rauðlauk og fetaosti (án olíu) yfir. |
| 4. | Hrærið edik, myntu, ólífuolíu og sykur saman. Kryddið með salti og pipar og dreyfið yfir allt. |

Leave a Reply