Innihaldslýsing

300g Oreo kexkökur
115g smjör
300g Milka mjólkursúkkulaði
100g Rapunzel 70% súkkulaði
175g fínt hnetusmjör
3 bollar rice krispies
Jæja, þessi uppskrift átti nú að vera löngu komin inn en núna kemur hún loksins. Ótrúlega einfalt að gera þessa bita og tekur enga stund. Aðdáendur hnetusmjörs og súkkulaði tvennunar verða alls ekki sviknir af þessum bitum!

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja bökunarpappír í mót sem er ca. 25x25cm
2.Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél og hakkið í mylsnu.
3.Bræðið smjörið og blandið saman við Oreo mylsnuna, þjappið saman í formið. Gott er að nota eitthvað slétt áhald til þess að hjálpa til við að slétta yfirborðið. Setjið inn í kæli á meðan þið græjið afganginn.
4.Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Setjið hnetusmjörið saman við þegar súkkulaðið er alveg að verða bráðið.
5.Setjið rice krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Takið formið úr kælinum og setjið rice krispies blöndunni yfir og sléttið yfirborðið. Setjið aftur í kæli
6.Kælið í að minnsta kosti 60 mín. Skerið í bita þegar blandan er stíf í gegn.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.