Konudagurinn er á næsta leyti og hefð hefur skapast fyrir því að gera góðar tertur í tilefni dagsins. Mig langaði að gera einhverja almennilega marengstertu og prófa að nota nýja Royal búðinginn með Pipp bragðinu í fyllinguna. Ég ákvað því að prófa að blanda búðingnum saman við þeyttan rjóma og nota fylltu Pipp súkkulaðiplöturnar í eitthvað geggjað krem sem ég setti á milli botnanna og ofan á tertuna. Útkoman er vægast stórkostleg og óhætt að segja að tertan hafi horfið líkt og dögg fyrir sólu þegar ég bar hana á borð.
Dásamleg terta fyrir alla unnendur góðra marengsterta og piparmyntusúkkulaðis!
Leave a Reply