
| 250 g tagliatelle | |
| 1 pakki risarækjur | |
| 1 tsk cajun krydd | |
| 1 msk smjör | |
| 1 msk ólífuolía | |
| 1 lítill laukur, saxaður | |
| 5 hvítlauksrif, söxuð | |
| SÓSA: | |
| 300 ml rjómi | |
| 2 tsk cajun krydd | |
| 1 tsk sítrónupipar | |
| 2 tsk paprikukrydd | |
| 1 tsk chilíkrydd | |
| 2 tsk sykur | |
| 2 tsk oregano | |
| 1 msk sítrónusafi | |
| parmesan | |
| 60 ml af pastavatninu |
Snilldar pastaréttur sem gleður mestu matgæðinga!
| 1. | Sjóðið pasta skv. leiðbeiningu á pakkningu. |
| 2. | Þerrið risarækjurnar og kryddið með cajunkryddi. |
| 3. | Látið smjör og ólífuolíu á pönnu og steikið risarækjurnar við háan hita í um 1-2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni. |
| 4. | Á sömu pönnu steikið þið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er orðinn glær. |
| 5. | Bætið rjómanum saman við og látið malla við vægan hita. Bætið kryddum saman við og látið malla aðeins áfram. |
| 6. | Bætið pasta, pastavatni og sítrónusafa saman við og veltið saman. |
| 7. | Bætið risarækjum saman við og látið parmesan yfir allt. |
Leave a Reply