Rótargrænmeti í hátíðlegum búningi með balsamiksírópi, fetaosti og kanil
Rótargrænmeti í hátíðlegum búningi með balsamiksírópi, fetaosti og kanil

Innihaldslýsing

1 poki gulrætur
1 sæt kartafla, skornar í litla bita
1 brokkolíhaus
2 rauðlaukar
1-2 paprikur
2 kanilstangir
10 stk kardimommur
ólífuolía
sjávarsalt
feti í kryddolíu, t.d. frá Mjólka
fersk steinselja
Notið grænmeti að eigin vali

Leiðbeiningar

1.Skerið grænmetið niður. Setjið í ofnfast mót og veltið upp úr ólífuolíu.
2.Bætið kanilstöngum, kardimommum og sjávarsalti saman við og látið í 210°c heitan ofn í 30-40 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni.
3.Setjið hráefnin fyrir sírópið í pott og látið malla í smá stund eða þar til það hefur þykknað.
4.Takið grænmetið úr ofninum, hellið sírópi yfir allt og blandið vel saman. Stráið fetaosti og saxaðri steinselju yfir allt.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Mjólku

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.