Innihaldslýsing

330 g sykur
100 g púðursykur
230 g smjör
80 g 18% sýrður rjómi frá Mjólku
3 msk AB mjólk frá Mjólku
2 egg við stofuhita
1 tsk vanilluextrakt eða hreint vanilluduft
320 g Rautt Kornax hveiti
65 g blátt Kornax hveiti
1 ½ tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
80 g 70% súkkulaði, t.d. frá Rapuzel
120 g suðusúkkulaði
100g mjólkursúkkulaði, t.d. frá Milka
Það má nota eina tegund af hveiti - en með því að nota báðar verða þær "chewy"

Leiðbeiningar

1.Setjið sykurinn, púðursykur, smjör og sýrða rjómann saman í hitaþolna skál og bræðið saman í vatnsbaði.
2.Setjið blönduna í aðra skál og hrærið aðeins með písk til að kæla. Hrærið fyrst eitt egg saman við og síðan hinu. Blandið því næst ab mjólk og vanillu saman við. Pískið blönduna vel þannig að hún freyði aðeins.
3.Blandið þurrefnum saman í aðra skál og hrærið varlega saman við heitu blönduna. Hrærið sem minnst, það má alveg sjást þurrt hveiti í deiginu. Látið það kólna á meðan þið saxið súkkulaðið í bita. Blandið því út í deigið með sleikju en bara rétt svo að það blandist saman. Súkkulaðið mun bráðna aðeins inn í deigið en við viljum ekki að það bráðni mjög mikið.
4.Kælið deigið í ísskáp í 30-60 mín.
5.Hitið ofninn í 180°C.
6.Þegar deigið er orðið kalt, takið þá matskeið og skafið upp deig sem er um það bil ½ msk, mega vera stærri, fer bara eftir smekk.
7.Bakið í 11-13 mín.

Færslan er unnin í samstarfi við Mjólku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.