3 kjúklingabringur, t.d. Rose poultry | |
parmesanostur | |
9 sneiðar PARMA parmaskinka | |
fersk salvía | |
smjör | |
ólífuolía | |
1-2 dl hvítvín | |
sítróna | |
svartur pipar |
1. | Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar langsum. Setjið plastfilmu yfir þær og lemjið þær niður í ca. 1 cm þykkt. |
2. | Rífið niður parmesanost og setjið í miðju kjúklingsins. Leggið parmaskinku yfir bringurnar og tvö salvíublöð í miðjuna yfir parmaskinkuna. Þrýstið niður á bringurnar og þræðið upp á pinna. |
3. | Leggið hvern bita í hveiti á þeirri hlið sem kjúklingurinn er. |
4. | Látið smjör á pönnu og ólífuolíu og hitið. Steikið kjúklinginn á hvorri hlið í um 4-5 mínútur eða þar til eldaður í gegn. |
5. | Hellið hvítvíni út á pönnuna og látið gufa aðeins upp. |
6. | Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið á disk. Kreystið smá sítrónu yfir, stráið parmesan og smá svörtum pipar. |
7. | Berið fram með tagliatelle og salati. |
Leave a Reply