Innihaldslýsing

250g mjúkt smjörlíki (eða smjör)
250g sykur
3 egg
400g hveiti
50g kókosmjöl
2 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
1 tsk möndludropar
1 tsk sítrónudropar
Rabarbara og jarðarberjasulta (heimagerð eða St. Dalfour)
1 krukka grísk jógúrt með rabarabara frá Örnu
200ml rjómi frá Örnu
1 kúfuð msk flórsykur
1 tsk vanilludropar
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur
2.Setjið sykur og smjörlíki í skál og þeytið vel
3.Setjið 1 egg út í í einu og þeytið vel á milli
4.Setjið þurrefni út í og hrærið varlega bara rétt svo að deigið komi saman. Athugið að deigið er frekar þykkt.
5.Smyrjið 2 kringlótt form sem eru um 20cm í þvermál
6.Skiptið deiginu jafnt á milli formanna, það er gott að vigta í þau til að hafa það sem nákvæmast
7.Setjið formin í miðjan ofninn og bakið í 30-35 mín.
8.Kælið botnana.
9.Þeytið rjómann og hrærið jógúrtinni saman við. Kælið.
10.Setjið annan botninn á kökudisk, smyrjið sultunni eftir smekk yfir botninn. Smyrjið eða sprautið jógúrt rjómanum yfir sultuna og setjið hinn botninn ofan á. Smyrjið restinni af jógúrtrjómanum yfir og jafnvel aðeins af sultunni með.

Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót til að mýkja hana aðeins og gera hana aðeins sumarlegri og meira djúsí. Gríska sumarjógúrtin frá Örnu er með vestfirskum rabarbara og er alveg dásamleg hrærð við þeyttan rjóma. Þessi kaka er ekki flókin og er sérlega fljótleg. Án rjómans geymist hún mjög vel og ómissandi með rjúkandi tebolla eða kaffi.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.