Innihaldslýsing

150ml Rauðrófusafi frá Beutelsbacher
150ml Gulrótarsafi frá Beutelsbacher
Safi úr 1/2 límónu
Klakar eftir smekk
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...

Leiðbeiningar

1.Setjið gott magn af klökum í glas, hellið söfunum yfir og kreistið safa úr hálfri límónu yfir. Njótið!

Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að vera neitt stórt. Ég set nokkra klaka og sötra hann í rólegheitum. Bragðið finnst mér mjög gott en það er algjört lykilatriði að setja sítrónu eða límónusafa með.

 

Beutelsbacher
BEUTELSBACHER var stofnað árið 1936 í Þýskalandi og er enn í dag í eigu sömu fjölskyldunnar. Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæða ávaxta- og grænmetissafa ásamt ediki úr framúrskarandi hráefnum sem innihalda hámarks næringargildi með lífaflsræktun (biodynamic agriculture). Stór hluti af ávöxtunum kemur frá Demeter-ræktendum í Suður-Þýskalandi en Demeter vottun er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. Beutelsbacher velur ræktendurna og birgjana af kostgæfni í því skyni að framleiða einstakar vörur auk þess sem vel er vandað til framleiðslunnar á söfunum með eins fáum framleiðslustigum og kostur er, til þess að halda í sem mesta næringu úr hráefninu. Engin rotvarnarefni, ensím eða önnur aukefni eru notuð við framleiðslu safanna og eru þeir allir settir á vistvænar, endurnýtanlegar glerflöskur en í öllu framleiðsluferlinu er áhersla lögð á orkusparnað og notkun endurvinnanlegra efna. Keppikefli Beutelsbacher er að gæta umhverfisins og þau auka frjósemi jarðvegsins með skiptiræktun, grænum áburði og rotmassa en lífaflsræktun í landbúnaði hefur mjög góð áhrif á jarðveginn, vatnið og umhverfið allt.

Með þessari ábyrgðarkennd fyrir heilbrigðri náttúru, betri lífsskilyrðum og hágæðavörum, vonast Beutelsbacher til þess að stækka hóp þeirra sem velja vörur út frá heildaráhrifum þeirra á menn, umhverfi og samfélag.

Rauðrófusafinn

Rauðrófusafinn frá Beutelsbacher er mjólkursýrður safi sem er ferskpressaður úr nýuppteknum lífrænt ræktuðum demeter* rauðrófum. Mjólkursýring hjálpar til við að mynda örverur sem valda náttúrulegri gerjun og mynda L+ mjólkursýrugerla sem hafa verulega góð áhrif á líkamann. Þessi safi er þekktur fyrir hreinsandi áhrif sín á blóð, ristil og meltingu. Safinn hefur reynst vel fyrir konur sem þjást af fyrirtíðarspennu. Hann er líka talinn góður við hinum ýmsu kvillum eins og þvagblöðruvandamálum og nýrna- og gallsteinum. Hann veitir náttúrulega hreinsun á einfaldan en jafnframt öflugan hátt. 1-2 glös á fastandi maga er nóg til að bæta og styrkja hreinsikerfið til muna. Rauðrófusafinn er hollur orkudrykkur og er einstaklega góður fyrir þá sem þurfa langvarandi jafna orku, t.d. hlaupara og íþróttafólk. Fyrir þá sem vilja bragðbæta rauðrófusafan er tilvalið að blanda honum saman við lífrænan eplasafa.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.