Innihaldslýsing

1 bolli frosið mangó
Nokkrir klakar, magn eftir smekk
1 ferna My Smoothie með mangóbragði
60ml ljóst romm
Safi úr hálfri sítrónu
Það er fátt sumarlegra en frosnir kokkteilar eða margarítur. Tekíla og límónur koma oftast við sögu þegar kemur að margarítum en hérna er ég með ljóst romm, mangó og sítrónur....

Leiðbeiningar

1.Setjið klaka, frosið mangó, mangó smoothie, sítrónusafa og romm saman í blandara og vinnið þar til mangóið er komið í mauk og drykkurinn er orðinn eins og þykkur sjeik.
2.Ef vill getið þið sett sítrónusafa og hrásykur á brúnina á glasinu áður en drykknum er hellt í glasið.
3.Passar í 1 stórt margarítuglös eða 2 minni.

Það er fátt sumarlegra en frosnir kokkteilar eða margarítur. Tekíla og límónur koma oftast við sögu þegar kemur að margarítum en hérna er ég með ljóst romm, mangó og sítrónur. Sérlega góð blanda og virkilega fersk. Mér til aðstoðar nota ég My smoothie með Mangó og það kemur virkilega á óvart. Ég gríp þessa drykki oft með mér á ferðinni, hvort sem er fyrir mig sjálfa eða krakkana því það er ekkert aukalegt drasl í þeim. Það er samt ekkert því til fyrirstöðu að nota þá í áfenga drykki líka. Ég mæli meira að segja sérstaklega með því!

 

MySmoothie

MySmoothie eru 100% náttúrulegir ávaxtadrykkir sem innihalda flauelsmjúka smoothie úr ávöxtum og berjum. MySmoothie drykkirnir eru eingöngu búnir til úr náttúrulegum hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur, rotvarnarefni, litarefni eða önnur aukefni. MySmoothie fernurnar eru meira en bara drykkir – þær eru hollt og bragðgott snarl sem hægt er að njóta hvar sem er og hvenær sem er. Þar sem MySmoothie er í fernum en ekki brothættum glerflöskum þá henta vörurnar einstaklega vel í nestið, bakpokann og íþróttatöskuna. Hægt er að velja um 5 frábærar bragðtegundir; Hindberja, Ananas, Mangó, Jarðarberja og Bláberja.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.