Innihaldslýsing

4 stór egg við stofuhita
1 1/2 bolli sykur
1 2/3 bolli hveiti
1/2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
2 tsk ekta vanillukorn, eða innihald úr 2 vanillustöngum skafið úr
raspaður börkur af 2 sítrónum
1/2 bolli jurtaolía
1 lítil dós grísk jógúrt frá Örnu
Þessi dásamlega bragðgóða kaka er tilbrigði við lemon tart sem er líklega einn besti eftirréttur sem ég veit. Hér er ekkert lemon curd en sítrónubragðið er þess í stað í kökunni sjálfri. Kakan verður extra mjúk með blöndu af jurtaolíu í stað smjörs. Einnig nota ég gríska jógúrt en hún gerir kökuna einnig ótrúlega djúsí....

Leiðbeiningar

1.Setjið egg og sykur í hrærivél með þeytara og þeytið þar til ljóst og létt. Á meðan smyrjið þið skúffukökuform og leggið bökunarpappír í það. Hitið ofninn í 175°C.
2.Blandið saman þurrefnum í skál, raspið sítrónurnar. Blandið þurrefnunum út í eggjaþeytinguna ásamt sítrónuberkinum og hrærið bara rétt svo þannig að það blandist saman. Setjið grísku jógúrtina og olíuna út í að síðustu og hrærið örlítið. Stoppið vélina og klárið að blanda saman deigið með sleif. Gott er að skafa botninn vel og hliðar.
3.Setjið deigið í formið og bakið í 30-35 mín. Kælið kökuna á grind. Útbúið kremið þegar kakan er alveg að verða köld. Setjið kremið á og bakið yfirborðið með creme brulee brennara.
4.Berið fram með ferskum jarðarberjum eða bara með góðu kaffi.

Þessi dásamlega bragðgóða kaka er tilbrigði við lemon tart sem er líklega einn besti eftirréttur sem ég veit. Hér er ekkert lemon curd en sítrónubragðið er þess í stað í kökunni sjálfri. Kakan verður extra mjúk með blöndu af jurtaolíu í stað smjörs. Einnig nota ég gríska jógúrt en hún gerir kökuna einnig ótrúlega djúsí.

Marengs kremið er fullkomið með dúnmjúkri kökunni og það er algjört lykilatriði að baka það aðeins með creme brulee brennara. Ef hann er ekki til á heimilinu er möguleiki að skella kökunni undir blússandi heitt grillið í ofninum.

 

Færsla og myndir í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.