Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan.
Karamellusúkkulaðið bráðnar dásamlega inni í kökunum og karamellan gefur þeim einstakt bragð. Þessar verðið þið að baka sem fyrst!
Ég mæli með því að tvöfalda uppskriftina og frysta óbakaðar kúlur. Þá er hægt að grípa nokkrar úr frystinum og baka, alltaf nýbakaðar lífrænar smákökur með kaffinu.
Leave a Reply