Innihaldslýsing

250g fínmalað spelt*
1 tsk vínsteinslyftiduft*
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk himalayasalt
100g fljótandi kókosolía frá Rapunzel*
100g Cristallino hrásykur frá Rapunzel*
100g Rapadura hrásykur frá Rapunzel*
1 egg, lífrænt og vistvænt
1 plata Rapunzel karamellusúkkulaði*
1 plata Rapunzel 70% súkkulaði*
*lífræn hráefni
Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Karamellusúkkulaðið...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofn í 180°C blástur
2.Bræðið kókosolíuna, ég set bara lokaða krukkuna í skál og læt buna heitt vatn í smástund. Saxið súkkulaðið.
3.Blandið saman þurrefum í skál
4.Pískið saman kókosolíuna og sykurinn, blandið eggi og vanillu saman við og pískið áfram.
5.Blandið þurrefnunum út í eggjablönduna með sleikju. Blandið síðan súkkulaðinu saman við, gott er að skilja nokkra stærri bita af 70% súkkulaðinu til þess að þrýsta á kökurnar.
6.Þegar deigið er orðið vel samlagað (það er frekar þurrt en það er eðlilegt. Það má alveg hnoða með annarri hendi í smástund til að koma því betur saman) mótum við kúlur á stærð við golfkúlur og setjum á bökunarplötu. Þrýstið létt á kúlurnar og setjið súkkulaði bita á kúlurnar ef vill.
7.Bakið kökurnar í 10-12 mín, minna er betra en meira. Þær verða frekar ljósar.
8.Kælið í nokkrar mínútur á plötunni en færið svo á grind til að kæla alveg.

Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan.

Karamellusúkkulaðið bráðnar dásamlega inni í kökunum og karamellan gefur þeim einstakt bragð. Þessar verðið þið að baka sem fyrst!

Ég mæli með því að tvöfalda uppskriftina og frysta óbakaðar kúlur. Þá er hægt að grípa nokkrar úr frystinum og baka, alltaf nýbakaðar lífrænar smákökur með kaffinu.

 

 

Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.