1 kg bláber, fersk eða frosin | |
100 g púðursykur | |
1 msk hveiti | |
1 tsk kanill | |
1 tsk sítrónusafi | |
Bökudeig: | |
90 g OTA haframjöl, gróft | |
125 g hveiti | |
150 g púðursykur | |
1/2 tsk matarsódi | |
1/2 tsk lyftiduft | |
1 tsk kanill | |
120 g kalt smjör, skorið í litla bita |
Fyrir 6 manns
1. | Látið bláberin í skál. Ef þið notið frosin ber ekki láta þau þiðna. Bætið sykri, hveiti, kanil og sítrónusafa saman við og blandið vel saman. |
2. | Bökudeig: Blandið öllum hráefnum saman og hnoðið smjörið saman við. |
3. | Látið helminginn af deiginu í botninn og þrýstið deiginu niður. Hellið bláberjum yfir og myljið deigið yfir þau. |
4. | Bakið við 170°c í 35-40 mínútur. |
5. | Berið fram með ís og eða rjóma. |
Leave a Reply