Innihaldslýsing

1 bolli möndlur frá Rapunzel
1 bolli döðlur frá Rapunzel
1/2 bolli kókosmjöl frá Rapunzel
1/2 bolli sesamfræ frá Rapunzel
1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel
100 - 150g kókos & möndlusmjör frá Rapunzel
Nokkur himalaya saltkorn
Kókosmjöl og sesamfræ til helminga til að velta kúlunum upp úr. (Valfrjálst)
Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja möndlur og döðlur í matvinnsluvél og vinnið smátt.
2.Bætið rest saman við og látið vélina vinna þangað til blandan verður klesst og helst saman. Ég byrja á því að setja 100g af kókos & möndlusmjörinu en ef döðlurnar eru í þurrara lagi gæti þurft að auka magnið. Þegar hægt er að móta kúlur er blandan tilbúin.
3.Mótið kúlur af þeirri stærð sem hentar ykkur og ef vill getið þið velt þeim upp úr kókos/sesamblöndu.

Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni; Kókos, möndlur og döðlur. Ekkert annað!

Ég mæli með því að leyfa krökkunum að hjálpa til við að móta kúlurnar, þeim finnst það hrikalega skemmtilegt!

Þessar kúlur eru vegan, án viðbætts sykurs og einungis með lífrænum hráefnum svo þær henta líka mörgum með óþol.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.