120 g smjör, við stofuhita | |
150 g sykur | |
200 g ljós púðursykur | |
1 tsk salt | |
1 tsk vanilluduft | |
2 stór egg | |
190 g hveiti | |
1 tsk lyftiduft | |
1/2 tsk kanill | |
1/4 tsk múskat | |
1/8 tsk negull | |
90 g haframjöl | |
300 g súkkulaði, saxað | |
2 tsk börkur af appelsínu, fínrifinn |
Gerir um 30 stk.
1. | Setjið smjör í hrærivélaskál og hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá sykri, vanillu og salti og hrærið áfram. |
2. | Bætið eggjum saman við. Einu í einu. |
3. | Látið þurrefnin saman í skál og hellið helmingnum saman við deigið. Hrærið stuttlega og bætið þá afganginum af hveitiblöndunni saman við. |
4. | Setjið að lokum appelsínubörk og súkkulaði saman við og hrærið lítillega eða þar til allt hefur blandast vel saman. |
5. | Látið deigið á smjörpappír með skeið. |
6. | Setjið í 190°c heitan ofn í 12-15 mínutur eða þar til kökurnar eru gylltar á lit. |
7. | Takið úr ofni og njótið! |
Leave a Reply