Innihaldslýsing

3 eggjahvítur
150 g sykur
150 g möndlumjöl
1 poki hindber, frosin
3 dl rjómi

Leiðbeiningar

1.Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru farnar að stífna. Bætið sykri smátt saman við og hrærið áfram. Haldið áfram að hræra þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífar.
2.Setjið tvær handfylli af hindberjum og möndlumjöl saman við eggjahvíturnar og blandið varlega saman við með sleif.
3.Látið marengsinn á bökunarpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 40 mínútur.
4.Takið úr ofni og kælið kökuna.
5.Þeytið rjómann og stappið afganginn af hindberjunum og bætið saman við rjómann.
6.Þegar botninn hefur kólnað setjið hindberjarjómann þar á og látið nokkur ber þar yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.