Innihaldslýsing

1 dl frosið mangó
1 dl frosinn ananas
1/2 afhýtt epli
2 dl epla og mangósafi frá Beutelsbacher
Ferskt engifer eftir smekk
Er ekki komið sumar annars? Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem...

Leiðbeiningar

1.Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið vel saman. Notið meiri safa ef þið viljið fá þeytinginn þynnri.

Er ekki komið sumar annars?

Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott.

Beutelsbacher safarnir eru lífrænir og vegan, framleiddir úr hágæða óerfðabreyttum hráefnum og stenst þar af leiðandi ströngustu gæðakröfur. Þeir eru auðvitað dásamlegir ískaldir einir og sér en það er alveg brilliant að nota þá í t.d þeytinga og aðra blandaða drykki.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.