Innihaldslýsing

1 Poki kjúklingaleggir frá Rose Poultry
3 msk Tandoori Paste frá Pataks
1 Tortilla með grillrönd frá Mission
1 Hvítlauksrif
Smjör & Ostur ofan á Tortillu
Þessi uppskrift dugar fyrir 2 - 3

Leiðbeiningar

1.Setjið kjúklingaleggi í fat ásamt Tandoori paste og veltið þeim uppúr
2.Kjúklingaleggirnir eru grillaðir í 20 mínútur eða þar til fulleldaðir
3.Tortillan er smurð með smjöri
4.Hvítlaukur kreistur eða rifinn á járni og sett yfir smjörið
5.Rifnum osti dreyft jafnt yfir
6.Tortillan er sett inní ofn á 200 gráður í sirka 4 mín eða þar til hún fer að brúnast
7.Allt borið fram saman og notið !

Þessi uppskrift er svo ómótstæðileg því hún er svo ódýr, fljótleg og einföld. Ég var sjálf með salat með en ég reyni alltaf að hafa eitthvað grænt með kvöldmatnum.

Ég hef í þrjú ár flutt pönnukökurnar frá Mission heim í tonnatali frá ameríku því mér þykir þær lang bestar, svo ég hoppaði hæð mína þegar ég sá þær loksins í hillunni í búðinni um daginn og þið ættuð því að geta notið þeirra með mér.

Ég kaupi svo alltaf frosinn kjúkling, hvort sem það eru bringur, læri eða leggir, en það er í lang flestum tilfellum ódýrara og endist að sjálfsögðu lengur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.