Innihaldslýsing

2 pakkar risarækjur, frá Sælkerafiski
2 msk sítrónusafi
1 tsk sjávarsalt
4 msk smjör, brætt
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Þerrið rækjurnar og setjið í skál með sítrónusafa og sjávarsalti. Geymið í 20 mínútur.
2.Blandið hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og látið risarækjurnar saman við. Marinerið í kæli í 2 klst.
3.Þræðið risarækjurnar upp á grillteina og grillið í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Penslið báðar hliðar með smjöri á grilltímanum.
4.Berið fram með salati og sítrónubátum.

Risarækjur eru hinn besti matur, hollur og léttur í maga. Hægt er að elda risarækjurnar á ótalvegu og ætli þekktasta aðferðin sé ekki sú spænska þar sem olía og hvítlaukur eru settar á pönnu og hitað við háan hita og síðan er risarækjunum bætt saman við og steinselju stráð yfir. Með þessu er svo borið baquette brauð sem er dýft í olíuna. Algjört lostæti.

Í þessari uppskrift hverfum við til Indlands. Þar væru þær eldaðar í tandoori ofni en ætli við látum ekki grillið duga hér heima.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sælkerafisk

Uppskriftin kemur upprunarlega af blogginu Ljúft í munn og maga sem er með fjöldann allan af girnilegum uppskriftum. Þessi sló svo sannarlega í gegn!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.