Gerir 6 litlar eplakökur
1. | Karamellu eplasósa: Sjóðið vatn og sykur saman í 5 mínútur eða þar til sykurinn er farinn að brúnast. Bætið eplaedikinu saman við og sjóðið í 4 mínútur til viðbótar. Sósan mun þykkna þegar hún hefur kólnað. |
2. | Afhýðið og kjarnahreinsið eplin. Skerið þau í helminga og svo í þunnar sneiðar. Veltið saman við sykur, kanil og brandí. |
3. | Hitið ofninn á 180°c. |
4. | Mótið hringi úr smjördeiginu og leggið þá á smjörpappír. Látið smá klípu af smjöri yfir deigið. Raðið svo eplunum yfir og dreypið að lokum smá af sósunni yfir eplin. |
5. | Bakið í 20 mínútur eða þar til deigið hefur brúnast og eggin eru orðin mýkri. |
6. | Kælið lítillega. Setjið þá á disk og berið fram með vanilluís og karamellu sósunni. |
Leave a Reply