Innihaldslýsing

1 pk smjördeig
1 krukka grænt pestó
1 krukka Salatfeti í kryddlegi frá Örnu
Rifinn mozzarella frá Örnu
Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og...

Leiðbeiningar

1.Takið smjördeigið úr frysti og leggið plöturnar á borðplötu svo þær þiðni. Hitið ofninn í 200°C.
2.Raðið smjördeigsplötunun þannig að brún á einni plötu fari aðeins yfir aðra og rúllið létt yfir með kökukefli. Þannig myndast samfelldur ferhyrningur af deigi.
3.Smyrjið grænu pestói á deigið, magn eftir smekk, mér finnst betra að setja svolítið vel af því.
4.Sigtið ostinn úr olíunni og myljið yfir pestóið.
5.Rúllið deiginu upp í rúllu og skerið í ca. 1 - 1.5cm þykkar sneiðar. Raðið á bökunarplötu, stráið mozzarella yfir eftir smekk og bakið í 20 - 25 mín. Snúðarnir eiga að verða gylltir og fallegir.

Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og eru tilbúnir á örskotsstundu.

 

 


 

 

Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.