Innihaldslýsing

2 msk ólífuolía
700 g kjúklingur, mæli með kjúklingalærum
1 laukur, saxaður
2-3 tsk chipolte krydd (ég notaði Marokkóska harissu frá Kryddhúsinu)
2 tsk reykt paprika
1 1/2 tsk cumin
1 tsk hvítlaukskrydd
1/2 tsk chilíflögur
1/2 tsk oregano
1 tsk sjávarsalt
12 taco skeljar
rifinn ostur
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Setjið kjúklinginn í matvinnsluvél og blandið saman þar til kjúklingurinn er orðinn að hakki.
2.Hitið olíu á pönnu og bætið þá kjúklingnum út á pönnuna og steikið. Setjið laukinn saman við.
3.Þegar kjúklingurinn er farinn að aðskiljast bætið þá kryddum út á pönnuna ásamt 1 dl af vatni. Látið malla þar til sósan er farin að þykkna eða í 5-10 mínútur.
4.Takið af hitanum og bætið söxuðu kóríander saman við.
5.Penslið skeljarnar með ólífuolíu og setjið þá í 175°c heitan ofn í 5 mínútur. Takið úr ofni og skiptið kjúklingnum niður á skeljarnar og stráið rifnum osti yfir.
6.Látið í ofn í 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bráðinn.
7.Berið fram með sósunni, avacado, límónu, tómötum nú eða því sem hugurinn girnist.

 

Uppskriftin er unnin að fyrirmynd frá Half baked harvest.

 

Færslan er gerð í samstarfi við Örnu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.