Innihaldslýsing

300 g risarækjur frá Sælkerafiski
400 g hrísgrjónanúðlur fyrir 4 persónur
2 gulrætur, skornar langsum í þunnar sneiðar
1 agúrka, skorin í tvennt og í þunnar sneiðar
100 g ristaðar kasjúhnetur
1 rautt chillí, skorið í þunnar sneiðar
ferskt kóríander
Spicy chilísósa
safi úr 1 1/2 stk af limónu
2 1/2 msk srirachasósa
1 tsk ferskt engifer, rifið fínt
1 hvítlauksrif, rifið fínt
3 msk fiskisósa frá Blue dragon (smakkað til)
1 msk vatn
2-3 msk sykur (smakkað til)
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Blandið hráefnum fyrir chilísósuna saman í skál og blandið saman. Smakkið til.
2.Hitið olíu á pönnu og steikið risarækjurnar eða þar til þær eru orðnar bleikar á lit. Undir lok eldunartímans bætið um 2-3 msk af chilísósunni saman við.
3.Ristið kasjúhneturnar á pönnu og takið til hliðar.
4.Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningu á pakkningu. Skolið með köldu vatni.
5.Skerð grænmetið og látið í skál ásamt núðlunum. Hellið helming af chilísósunni saman yfir núðlurnar og blandið vel saman.
6.Látið kasjúhnetur, rautt chilí og kóríander yfir núðlurnar.
7.Berið fram með risarækjunum og chilísósu.
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.