Innihaldslýsing

olía til steikingar
500 g nautahakk
2 tsk Mexíkaninn tacokrydd
1 rauð paprika, smátt skorin
1 krukka salsasósa
1/2-1 mexíkó-ostur, skorinn í litla teninga
6-8 tortillur, mæli með tortillum frá Mission
nachos flögur
rifinn mozzarellaostur
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu og brúnið nautahakkið. Brúnið nautahakkið og kryddið með tacokryddinu.
2.Skiptið blöndunni á tortillurnar og myljið nachosi yfir. Lokið þeim og stráið mozzarellaosti yfir.
3.Hellið salsasósu saman við og blandið vel saman.
4.Setjið að lokum rauðlauk, papriku og mexíkóost og hitið í 1-2 mínútur.
5.Látið í 175°c heitan ofn í 20 mínútur.

Þessar tortillur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum börnum. Reyndar verð ég að minnast á það að sonur minn bað mig vinsamlegast um að hætta að segja að eitthvað sé í uppáhaldi hjá honum á GRGS því það væri alltaf að koma til hans fólk sem sagðist hafa eldað uppáhalds réttinn hans. Hahah – “point taken”. En engu að síður frábær uppskrift og ofureinföld.

    

 

MEXÍKANINN TACOKRYDD
ER ÖNNUR KRYDDBLANDA FRÁ GRGS GERÐ Í SAMVINNU VIÐ KRYDDHÚSIÐ SEM FRAMLEIÐIR HÁGÆÐA KRYDDBLÖNDUR. INNIHELDUR HVORKI SALT NÉ SYKUR. MEXÍKANINN FÆST Í HAGKAUP, FJARÐARKAUP, MELABÚÐINNI OG VÆNTANLEGUR Í KRÓNUNA.

 

 

Mælum með því að gera þetta ofureinfalda guagamole með réttinum

 

 

 

 

 

 

Njótið vel!

Berglind xxx
Berglind@grgs.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.