Innihaldslýsing

1 pakki TUC kex
3 eggjahvítur
2 dl sykur
100 g möndlur eða heslihnetur, má sleppa
1 tsk lyftiduft
250 ml rjómi
250 g fersk ber, t.d. bláber eða jarðaber
Fyrir 6

Leiðbeiningar

1.Þeytið eggjahvítur og sykur mjög vel saman þar til blandan er orðin létt og ljóst.
2.Myljið kexið og blandið saman við marengsinn ásamt lyftidufti og söxuðum hnetum ef þið notið þær.
3.Setjið smjörpappír í 20-22cm bökunarform og látið marengsinn þar í.
4.Setjið í 175°c heitan ofn í 25 mínútur.
5.Takið úr ofni og látið standa á borðinu þar til marengsinn hefur kólnað lítillega.
6.Þeytið rjóma og setjið yfir marengsinn og skreytið með ferskum berjum.

Þetta er ein af þessum einföldu og fersku sumaruppskriftum sem hægt er að leika sér með. Botninn má gera kvöldinu áður og svo skellum við þeyttum rjóma á kökuna rétt áður en hún er borin fram. Hægt er að nota fersk eða frosin ber eftir hentugleik. Ég er voðalega hrifin af því að nota frosin ber og leyfa þeim að þiðna að hluta til í rjómanum, þá kemur smá berjavökvi með.

                           

 

Einföld og ofurgirnileg sumarkaka unnin í samstarfi við Innnes

 

 

Njótið vel! Kveðja, Berglind xxx

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.