Poppað quinoa með hnetusmjöri og kakó
Poppað quinoa með hnetusmjöri og kakó

Innihaldslýsing

60 g poppað quinoa (puffed)
40 g kakó, t.d. frá Himneskri hollustu
6 msk hlynsíróp, t.d. frá Naturata
5 msk kókosolía
2 msk lífrænt hnetu- eða möndlusmjör, t.d. frá MONKI
Gerir um 10-15 stk

Leiðbeiningar

1.Setjið kókosolíu, kakó, hlynsíróp og hnetu eða möndlusmjör saman í pott og bræðið við vægan hita.
2.Setjið quinoa í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við. Blandið öllu vel saman.
3.Setjið í muffins form og í frysti í 20 mínútur.

Í þessa uppskrift notaði ég lífrænt möndlusmjör frá MONKI. Ég hef gert þessa uppskrift nokkrum sinnum áður en var í fyrsta sinn að prufa að nota möndlusmjör i stað hnetusmjörs. Bæði gott en hnetusmjörið örlítið meira gúrm fyrir minn smekk. Þið prufið ykkur áfram og veljið það sem hentar ykkur.

 

Njótið vel! Kveðja, Berglind xxxx

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.