Olgu múslí – einfaldasta og besta múslí sem til er
Olgu múslí – einfaldasta og besta múslí sem til er

Innihaldslýsing

1 bolli blönduð fræ, ég blandaði saman sólblóma, sesam og hörfræjum
1 bolli grófir hafrar, t.d frá Rapunzel
1 bolli þurrkaðar döðlur, t.d frá Rapunzel
Olga er besti matráður landsins að öðrum frábærum ólöstuðum. Hún stýrir eldhúsi í leikskóla í Reykjavík með miklum myndarbrag og gerir allt frá grunni. Þetta múslí er frá henni komið. Brjálæðislega einfalt og fljótlegt auk þess að vera mjög næringarríkt. Börnin elska þetta og fullorðnir líka!     Unnið í samstarfi við Rapunzel

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja fræin í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til fræin hafa mulist niður
2.Setjið hafra og döðlur út í og látið vélina vinna þar til múslíið hefur fengið þá áferð sem þið kjósið, mér finnst gott að hafa það frekar fínt
3.Setjið út á súrmjólk, gríska jógúrt eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug

Olga er besti matráður landsins að öðrum frábærum ólöstuðum. Hún stýrir eldhúsi í leikskóla í Reykjavík með miklum myndarbrag og gerir allt frá grunni. Þetta múslí er frá henni komið. Brjálæðislega einfalt og fljótlegt auk þess að vera mjög næringarríkt. Börnin elska þetta og fullorðnir líka!

 

 

Unnið í samstarfi við Rapunzel

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.